Lélegt lið Lakers enn án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 10:30 Los Angeles Lakers geta bókstaflega ekki neitt þessa dagana. Jamie Schwaberow/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks
Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira