153 eru látnir og 82 slasaðir eftir að hafa troðist undir á hrekkjavökuhátíðahöldum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu í gær. Flestir hinna látnu voru ungmenni - og þá voru 20 erlendir ríkisborgarar í hópi hinna látnu, þar af einn Norðmaður.
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun.
Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuð Eflingar og formanns hennar.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og á Stöð 2 Vísi á slaginu tólf.