Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nelson eftir stórsigurinn á Forest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 20:01 Arteta fer yfir málin með leikmönnum sínum. David Price/Getty Images Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum. „Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
„Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira