Breska ríkisútvarpið greinir frá því að nokkrum dögum fyrr hafi verið búið að opna fyrir umferð um brúna að nýju efttir viðgerðir. Brúin, sem lá yfir Macchu-fljót í bænum Morbi, er 230 metra löng og var byggð á 19. öldinni.
Myndbönd af vettvangi sýna mikla ringulreið eftir að brúin hrundi. Fjöldi fólks reyndi að klifra upp brak brúarinnar til að lenda ekki í ánni sem brúin lá yfir.
Yfirvöld á svæðinu segja of marga hafa verið á brúnni, og tengja mannfjöldann við Diwali-hátíðina sem staðið hefur yfir.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú í heimsókn í Gujarat, heimafylki sínu. Hann hefur boðað að þau sem slösuðust þegar brúin hrundi fái bætur, sem og nánustu aðstandendur þeirra sem létust.