Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 20:15 Hér má sjá Pelosi hjónin saman á góðri stundu. Getty/The Washington Post Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. Ráðist var inn á heimili Pelosi hjóna aðfaranótt 28. október síðastliðinn en Nancy Pelosi var ekki heima. Nancy er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Paul eiginmaður hennar. Hann er sagður hafa verið einn á heimili þeirra þegar árásin átti sér stað. Við árásina er Paul sagður hafa særst á höfði og líkama en sloppið við og muni að öllum líkindum ná sér að fullu. Hann hafi náð að hringja á neyðarlínuna fremur fljótt og gert viðbragðsaðilum ljóst að hann þyrfti á hjálp að halda. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi öskrað: „Hvar er Nancy“ þegar hann réðst á eiginmann hennar. Samkvæmt heimildum CNN hafði árásarmaðurinn með sér dragbönd (e. zip ties) og límband auk hamarsins sem notaður á að hafa verið við árásina. Hann var handtekinn á vettvangi og á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps og árás með banvænu vopni ásamt fleiru. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort manninum hafi tekist að komast hjá öryggiskerfi heimilisins eða ekki en hann á að hafa komist inn í hús hjónanna í gegnum bakdyrahurð klukkan 02:27 um nótt á staðartíma. Þess má geta að þingmenn hafa beðið um aukna öryggisþjónustu við heimili sín í ljósi fjölgunar hótana í þeirra garð. Í fyrra rannsakaði þinglögreglan, sem sér um öryggisgæslu þingmanna, 9.600 hótanir í þeirra garð. Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Ráðist var inn á heimili Pelosi hjóna aðfaranótt 28. október síðastliðinn en Nancy Pelosi var ekki heima. Nancy er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Paul eiginmaður hennar. Hann er sagður hafa verið einn á heimili þeirra þegar árásin átti sér stað. Við árásina er Paul sagður hafa særst á höfði og líkama en sloppið við og muni að öllum líkindum ná sér að fullu. Hann hafi náð að hringja á neyðarlínuna fremur fljótt og gert viðbragðsaðilum ljóst að hann þyrfti á hjálp að halda. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi öskrað: „Hvar er Nancy“ þegar hann réðst á eiginmann hennar. Samkvæmt heimildum CNN hafði árásarmaðurinn með sér dragbönd (e. zip ties) og límband auk hamarsins sem notaður á að hafa verið við árásina. Hann var handtekinn á vettvangi og á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps og árás með banvænu vopni ásamt fleiru. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort manninum hafi tekist að komast hjá öryggiskerfi heimilisins eða ekki en hann á að hafa komist inn í hús hjónanna í gegnum bakdyrahurð klukkan 02:27 um nótt á staðartíma. Þess má geta að þingmenn hafa beðið um aukna öryggisþjónustu við heimili sín í ljósi fjölgunar hótana í þeirra garð. Í fyrra rannsakaði þinglögreglan, sem sér um öryggisgæslu þingmanna, 9.600 hótanir í þeirra garð.
Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23