Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í stuttu máli verði suðlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, hvassast norðaustantil framan af degi en á Suðvesturlandi seinnipartinn.
Reikna má með rigningu eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Það sé enn frekar milt í veðri með hita á bilinu tvö til tíu stig.
„Á morgun snýst í austlæga átt 5-10 og léttir til en lítilsháttar væta verður norðvestantil í fyrstu. Það bætir í vind seinnipartinn og fer að rigna syðst seint annað kvöld. Hiti breytist lítið.
Það snýst í norðlæga átt 5-13 á miðvikudag með rigningu víða, og sums staðar slyddu fyrir norðan. Svo dregur úr úrkomu sunnantil seinnipartinn. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu en dálítil rigning eða slydda austanlands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig en kringum frostmark norðaustantil.
Á miðvikudag: Norðlæg átt 8-13 og rigning eða slydda norðan- og austanlands en úrkomuminna sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag: Norðlæg átt 8-15 og rigning eða slydda með köflum, snjókoma inn til landsins en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og sums staðar smá rigning eða slydda en yfirleitt léttskýjað suðvestantil. Fremur svalt í veðri.
Á laugardag: Norðaustlæg átt með dálítilli rigningu eða slyddu en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag: Norðanátt, skýjað og sums staðar rigning eða súld en bjart að mestu á Suðvesturlandi. Hlýnandi veður.