Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður flokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Farið verður yfir málið og fyrirkomulag formannskjörsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Við ræðum við sóttvarnalækni í kvöldfréttum sem hvetur eldra fólk til þess að fara í örvunarbólusetningu og segir veiruna skæðari en inflúensu.

Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Félagið lagði í dag fram kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður og við ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu.

Þá förum við yfir stöðuna eftir forsetakosningarnar í Brasilíu og verðum í beinni frá skelfilegri hrekkjavökuhátíð á Árbæjarsafni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×