Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar förum við yfir úrslit þingkosninganna í Danmörku sem fram fóru í gær, ræðum við forsætisráðherra um yfirstandandi þing Norðurlandaráðs og heyrum í nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar.

Jafnaðarmannaflokkurinn fór með sigur úr býtum í kosningunum í Danmörku í gær og er líklegast talið að Metta Frederiksen formaður verði því áfram í embætti forsætisráðherra. Talningaklúður í Kaupmannahöfn gæti þó mögulega sett strik í reikninginn. 

Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú er haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu.

Krafa um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta segir Kristrún Frostadóttir nýkjörinn formaður flokksins sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×