„Ég er ráðinn til að þjálfa lið og ætla ekki að vorkenna mér þrátt fyrir að lykilleikmenn séu farnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:10 Yngvi Gunnlaugsson var jákvæður eftir tap kvöldsins Vísir/Diego Breiðablik fékk skell gegn Val á heimavelli. Valur vann sannfærandi tuttugu og sjö stiga sigur 63-90. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt í leik Breiðabliks. „Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira
„Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira