Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Flóttamenn, Bandaríkjaforseti, forsætisráðherra og Airwaves hátíðin verða umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar að þessu sinni.

Mál flóttafólks sem flutt var til Grikklands í skjóli nætur verður fyrirferðarmikið í hádegisfréttum Bylgjunnar en málið hefur vakið mikla athygli og reiði hjá mörgum.

Þá verður rætt við erfingja Svövu Jakobsdóttur sem var ekki sáttur við að Ríkisútvarpið skyldi selja Storytel upplestur móður sinnar á Gunnlaðarsögu að sér forspurðum.

Einnig heyrum við í Joe Biden Bandaríkjaforseta og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segist ekki vilja skipta sér af kosningabaráttunni í Sjálfstæðisflokknum.

Að síðustu fjöllum við um Airwaves hátíðina sem var formlega hleypt af stokkunum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×