Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 12:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33