Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 14:40 Fjölmargar ISIS-konur hefur verið haldið í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar þrjár voru fluttar til Danmerkur í október í fyrra og voru strax handteknar. EPA/AHMED MARDNLI Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga. Danmörk Sýrland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga.
Danmörk Sýrland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira