„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:01 Tilfinningarnar báru Piqué ofurliði. David S. Bustamante/Getty Images Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira