Edda náði sínum besta árangri á Bermúda Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir kann greinilega vel við sig á Bermúdaeyjum. Instagram/@eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir tók í gær stórt stökk upp listann sem ræður því hvaða þríþrautarkonur keppa á Ólympíuleikunum í París 2024, þegar hún keppti á móti á Bermúda. Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira