Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:08 Loftslagsráðstefnan í ár fer fram í skugga stríðs í Evrópu, orkukreppu og óðaverðbólgu sem dregur athyglina frá loftslagsaðgerðum. AP/Nariman el-Mofty Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. Þróunarlönd bera að miklu leyti hitann og þungann af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið, þar á meðal þurrka, flóð og uppskerubrest. Þau bera þó hlutfallslega litla ábyrgð á þeirri losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem veldur hnattrænni hlýnun. Á fyrstu dögum COP-27, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, hefur verið deilt um dagskrá hennar. Iðnríki samþykktu þar í fyrsta skipti að taka til umræðu tjón og skaðabætur vegna loftslagsbreytinga. „Þeir sem menga mest ættu að greiða mest fyrir að koma plánetunni okkar af þessari braut loftslagsneyðar,“ sagði Macky Sall, forseti Senegal, við aðra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir ráðstefnuna í gær. Í svipaðan streng tók Mia Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Heimssuðrið er enn upp á náð og miskunn heimsnorðursins komið í þessum málum,“ sagði hún. Washington Post segir að líklegt sé að þróunarríki þurfi að sætta sig við að ná ekki lengra að þessu sinni en að vekja máls á kröfum sínum. Sérfræðingar reikna með að umræðan um tjón og bætur eigi eftir að taka fleiri ár. Aðgerðasinnar mótmæla við ráðstefnustaðinn í Sharm el-Sheikh. Þeim hefur ekki verið gert auðvelt fyrir með valinu á ráðstefnulandinu í ár. Egyptaland er ófrjálst land og stjórnvöld þar hafa meinað mótmælendum að nálgast ráðstefnuhöllina.Vísir/EPA Evrópumenn þeir einu sem borga Þróunarríkin vilja að iðnríkin skuldbindi sig til að greiða í sérstakan sjóð sem lönd sem verða fyrir skaða og tjóni vegna loftslagsbreytinga geta sótt í. Leiðtogar iðnríkja eru sagðir tregir í taumi, meðal annars því þeir óttist að verða bótaskyldir fyrir sögulegri losun ríkja sinna. Áætlað hefur verið að tjón vegna hnattrænnar hlýnunar gæti hlaupið á fjögur hundruð milljörðum dollara fyrir árið 2030 og meira en biljón dollara árlega um miðja öldina. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bar hönd fyrir höfuð Evrópuríkja þegar hann ávarpaði ráðstefnuna í gær „Evrópubúar eru að greiða en vandamálið er einfaldlega að við erum þau einu sem erum að því. Þannig að núna verðiður að setja þrýstingin á auðug lönd utan Evrópu og segja þeim „þið verðið að borga fyrir ykkar hluta“,“ sagði franski forsetinn. Hugmynd um hvalrekaskatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja til að fjármagna bætur til þróunarríkja hefur hlotið vaxandi stuðning á síðustu mánuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hagnaður olíu- og gasfyrirtækja er í hæstu hæðum á sama tíma og almenningur víða um heim glímir við miklar verðhækkanir á orku til húshitunar og eldsneyti á bíla. Sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, (f.m.) með Abdúllah öðrum Jórdaníukonungi í Sharm el-Sheikh í gær.AP/Nariman el-Mofty Hét því að halda áfram olíuframleiðslu beint eftir viðvörun Guterres Bjartsýni fyrir ráðstefnuna í Egyptalandi er sögð áþreifanlega minni en í Skotlandi fyrir ári. Stríðið í Úkraínu, orkukrepppa og hríðversnandi samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Kína sem bera ábyrgð á stærstum hluta losunar í heiminum hefur leitt til þess að loftslagsaðgerðir hafa setið á hakanum síðasta árið. Þannig hefur fjöldi ríkja ekki náð þeim losunarmarkmiðum sem þau settu sér, jafnvel þau sem settu sér metnaðarfyllri markmið í Glasgow fyrir ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að vísindamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar hafi ítrekað kallað eftir því að mannkynið færi sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að hægt verði að draga hratt úr losun tala fulltrúar á ráðstefnunni langt því frá einum rómi um framtíð olíu, kola og gass. Beint eftir að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri, varaði ráðstefnugesti við því að mannkynið væri á hraðbraut til loftslagshelvítis og hvatti til þess að jarðefnaeldsneyti yrði komið fyrir á ruslahaugi sögunnar kom sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í pontu með allt önnur skilaboð. „Sameinuðu arabísku furstadæmin eru álitin ábyrgður orkusali og þau munu halda áfram að gegna því hlutverki eins lengi og heimurinn þarfnast olíu og gass,“ sagði sjeikinn en loftslagsráðstefnan fer fram í furstadæmunum að ári. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48 Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Þróunarlönd bera að miklu leyti hitann og þungann af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið, þar á meðal þurrka, flóð og uppskerubrest. Þau bera þó hlutfallslega litla ábyrgð á þeirri losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem veldur hnattrænni hlýnun. Á fyrstu dögum COP-27, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, hefur verið deilt um dagskrá hennar. Iðnríki samþykktu þar í fyrsta skipti að taka til umræðu tjón og skaðabætur vegna loftslagsbreytinga. „Þeir sem menga mest ættu að greiða mest fyrir að koma plánetunni okkar af þessari braut loftslagsneyðar,“ sagði Macky Sall, forseti Senegal, við aðra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir ráðstefnuna í gær. Í svipaðan streng tók Mia Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Heimssuðrið er enn upp á náð og miskunn heimsnorðursins komið í þessum málum,“ sagði hún. Washington Post segir að líklegt sé að þróunarríki þurfi að sætta sig við að ná ekki lengra að þessu sinni en að vekja máls á kröfum sínum. Sérfræðingar reikna með að umræðan um tjón og bætur eigi eftir að taka fleiri ár. Aðgerðasinnar mótmæla við ráðstefnustaðinn í Sharm el-Sheikh. Þeim hefur ekki verið gert auðvelt fyrir með valinu á ráðstefnulandinu í ár. Egyptaland er ófrjálst land og stjórnvöld þar hafa meinað mótmælendum að nálgast ráðstefnuhöllina.Vísir/EPA Evrópumenn þeir einu sem borga Þróunarríkin vilja að iðnríkin skuldbindi sig til að greiða í sérstakan sjóð sem lönd sem verða fyrir skaða og tjóni vegna loftslagsbreytinga geta sótt í. Leiðtogar iðnríkja eru sagðir tregir í taumi, meðal annars því þeir óttist að verða bótaskyldir fyrir sögulegri losun ríkja sinna. Áætlað hefur verið að tjón vegna hnattrænnar hlýnunar gæti hlaupið á fjögur hundruð milljörðum dollara fyrir árið 2030 og meira en biljón dollara árlega um miðja öldina. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bar hönd fyrir höfuð Evrópuríkja þegar hann ávarpaði ráðstefnuna í gær „Evrópubúar eru að greiða en vandamálið er einfaldlega að við erum þau einu sem erum að því. Þannig að núna verðiður að setja þrýstingin á auðug lönd utan Evrópu og segja þeim „þið verðið að borga fyrir ykkar hluta“,“ sagði franski forsetinn. Hugmynd um hvalrekaskatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja til að fjármagna bætur til þróunarríkja hefur hlotið vaxandi stuðning á síðustu mánuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hagnaður olíu- og gasfyrirtækja er í hæstu hæðum á sama tíma og almenningur víða um heim glímir við miklar verðhækkanir á orku til húshitunar og eldsneyti á bíla. Sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, (f.m.) með Abdúllah öðrum Jórdaníukonungi í Sharm el-Sheikh í gær.AP/Nariman el-Mofty Hét því að halda áfram olíuframleiðslu beint eftir viðvörun Guterres Bjartsýni fyrir ráðstefnuna í Egyptalandi er sögð áþreifanlega minni en í Skotlandi fyrir ári. Stríðið í Úkraínu, orkukrepppa og hríðversnandi samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Kína sem bera ábyrgð á stærstum hluta losunar í heiminum hefur leitt til þess að loftslagsaðgerðir hafa setið á hakanum síðasta árið. Þannig hefur fjöldi ríkja ekki náð þeim losunarmarkmiðum sem þau settu sér, jafnvel þau sem settu sér metnaðarfyllri markmið í Glasgow fyrir ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að vísindamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar hafi ítrekað kallað eftir því að mannkynið færi sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að hægt verði að draga hratt úr losun tala fulltrúar á ráðstefnunni langt því frá einum rómi um framtíð olíu, kola og gass. Beint eftir að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri, varaði ráðstefnugesti við því að mannkynið væri á hraðbraut til loftslagshelvítis og hvatti til þess að jarðefnaeldsneyti yrði komið fyrir á ruslahaugi sögunnar kom sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í pontu með allt önnur skilaboð. „Sameinuðu arabísku furstadæmin eru álitin ábyrgður orkusali og þau munu halda áfram að gegna því hlutverki eins lengi og heimurinn þarfnast olíu og gass,“ sagði sjeikinn en loftslagsráðstefnan fer fram í furstadæmunum að ári.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48 Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48
Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53