Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort ríkið hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands, en brottflutningur hans og fleiri á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð.
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í tvísýnum kosningum og heyrum við í stjórnmálafræðingi um stöðuna vestra og hvað sé líklegast að gerist.
Einnig fjöllum við um ráðstefnu kvenleiðtoga sem hófst í morgun þar sem 400 alþjóðlegir kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, menningu, vísindum og tækni eru saman komnir á Heimsþingi.