Segir samfélagsmiðla vera að gera út af við okkur: „Krakkarnir eins og „zombies““ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:02 Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari hefur miklar skoðanir á snjalltækjum og samfélagsmiðlanotkun barna. Þorgrímur Þráinsson hefur sterka skoðun á notkun samfélagsmiðla sem hann segir vera að gera út af við samfélagið. Í fyrirlestrum sínum í grunnskólum landsins segist hann sjá mikinn mun á þeim skólum sem leyfa síma miðað við þá skóla sem eru símalausir. Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent