Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Sindri Kristjánsson skrifar 9. nóvember 2022 13:31 Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun