Ofbeldisdómar of þungir Elísabet Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun