Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Þjóðhagsspá, nagladekk og kaupæði Íslendinga á netinu verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan föstudaginn. 

Verðbólguhorfur og væntingar fólks um efnahagsaðstæður hér á landi hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Á sama tíma slógu Íslendingar met í utanlandsferðum í síðasta mánuði. Við heyrum í hagfræðingi sem segir þó ekki vísbendingar um að landsmenn séu að spenna bogann of hátt.

Einn stærsti afsláttardagur ársins er í dag og fer hann fram á netinu, bæði hjá innlendum og erlendum verslunum. Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir íslenska netverslun standa vel að vígi.

Nagladekk á götum borgarinnar eru töluvert fleiri í ár en þau voru í fyrra. Borgarfulltrúi gagnrýnir linkind lögreglu við að sekta fólk fyrir að fara of snemma á naglana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×