Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti HM-hópinn sinn í dag. Eins og við mátti búast var Ramos ekki í honum enda ekki spilað fyrir landsliðið síðan í mars í fyrra. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið síðan 2002 sem Ramos spilar ekki á.
Thiago er heldur ekki í HM-hópnum en hann hefur ekki spilað landsleik síðan á EM síðasta sumar. Þá er David De Gea, markvörður Manchester United, ekki í hópnum.
Spain s World Cup squad is here pic.twitter.com/vBgObfSw2v
— B/R Football (@brfootball) November 11, 2022
Barcelona á flesta fulltrúa í spænska hópnum, eða sjö talsins. Þetta eru þeir Eric García, Jordi Alba, Pedri, Sergio Busquets, Gavi, Ferran Torres og Ansu Fati.
Spánn er í E-riðli á HM með Þýskalandi, Japan og Kosta Ríku. Spánverjar hefja leik gegn Kosta Ríku-mönnum 23. nóvember.