Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 08:45 Mikill viðbúnaður var í Bankastræti í gærkvöldi. Aðsend Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt. Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt.
Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44