Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 15:00 Mikil ólga og óánægja ríkir innan Hvassaleitisskóla. Vísir/Vilhelm Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira