Hvernig byggja fjárfestar ódýrar íbúðir? Ólafur Margeirsson skrifar 21. nóvember 2022 08:00 Í grein sem ég ritaði í rit Sameykis, „Stærri leigumarkaður hjálpar tekjulágum“, benti ég á þá staðreynd að erfitt er að byggja „ódýrt húsnæði". Það sem gerist oftar er að nýjar fasteignir eru byggðar (eða eldri endurnýjaðar) og þar sem nýtt er dýrara en gamalt er nauðsynleg leiga til að gera slíkar fjárfestingar aðlaðandi hærri en á eldri fasteignum. Þess vegna er nær ómögulegt að byggja „ódýrt húsnæði" heldur er „dýrt húsnæði" byggt og þegar fólk flytur inn í þær fasteignir losna hinar eldri sem eru þá fríar fyrir tekjulægri til að leigja eða kaupa. Því kemur það á sama stað niður: það hjálpar tekjulágum að stækka leigumarkaðinn með nýjum íbúðum jafnvel þótt hinar nýju íbúðir séu ekki leigðar beint til tekjulágra. En þetta ferli tekur tíma og stundum hefur fólk ekki þolinmæðina í að láta þetta gerast. Það eru líka rök fyrir því að nýjar íbúðir og hverfi eigi að vera blönduð af fólki frá öllum hlutum samfélagsins, m.a. til að koma í veg fyrir gettó myndun. Blönduð hverfi og fasteignaþróunarverkefni eru þannig nokkuð algeng og virka vel, bæði samfélagslega og fjárhagslega. En hvernig er þá ódýrt húsnæði byggt? Svarið við því er einfalt: með því að blanda því saman við dýrt í nýjum fasteignaverkefnum. Það þýðir að dýrari hlutar fasteignaverkefna eru að „niðurgreiða" ódýrari hluta þeirra sem leigðir eru til tekjulágra. Þetta er samþykkt af fjárfestum því á heildina litið er áhættuleiðrétt ávöxtun slíkra verkefna góð, m.a. því það er nær alltaf hægt að leigja út hinar ódýru íbúðir sem skýtur stoðum undir stöðugleika tekjuávöxtunar (e. income return) af þeim. Og það er sérstaklega tekjuávöxtun sem stórir, langtíma fjárfestar á borð við líftryggingafélög og lífeyrissjóði eru á höttunum eftir. Persónulega hef ég t.d. unnið við fasteignafjárfestingu í Hollandi. Um var að ræða ríflega 100 íbúðir sem voru byggðar í þremur blokkum í suðaustur hluta Amsterdam á reit sem áður hafði verið bílaþvottastöð og plan. 20% af íbúðunum urðu að vera leigðar til tekjulágra, en það var skilyrði fyrir byggingarleyfinu sem gefið var út af borginni. Þetta hlutfall var ekki hærra því ef íbúðirnar sem verða að vera leigðar út til tekjulágra eru of margar minnkar ávöxtunin af verkefninu sem heild of mikið a.t.t. þeirrar áhættu sem fjárfestirinn tekur (t.d. vegna byggingarferlisins). Áhugi fjárfesta verður þá of lítill og í stað þess að byggja 80 íbúðir fyrir almennan leigumarkað og 20 íbúðir fyrir tekjulága verður ekkert byggt. Enginn græðir á slíku. Þess vegna geta kröfur um mikið magn af íbúðum fyrir tekjulága ekki verið of miklar. Íslenskt dæmi Við getum sett eitt slíkt dæmi upp fyrir Ísland. Ímyndum okkur að við ætlum að byggja 100 íbúðir sem eru 70 fermetrar. Samkvæmt Hannarr.com kostar um 31 milljón að byggja slíka íbúð ef hún er í 4-5 hæða fjölbýlishúsi (um 15% ódýrar á fermetra en að byggja parhús), samtals 3,1 milljarður í byggingarkostnað. Við leigjum þær allar út á markaði, svo þær fara á ca. 3.500kr á fermetrann (245þ.kr. á mánuði í leigu). Það gerir 294 milljónir á ári í leigutekjur eða 9,5% af fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður). Frá dregst ca. 15% af heildarleigutekjum í viðhald, umsjón og rekstrarkostnað og við endum með 8,0% í nettó tekjuávöxtun á upprunalegu fjárfestinguna (3,1 milljarður). Annað dæmi: nákvæmlega eins og hið fyrra nema núna leigjum við 20 íbúðir út á 25% afslætti (2.625 krónur á fermetrann; 184þ.kr. á mánuði). Byggingarkostnaður er hinn sami en leigutekjurnar eru nú 279,3 milljónir á ári eða 9,0% af fjárfestingarkostnaði. Viðhalds- og annar kostnaður er hinn sami og áður og við endum með 7,5% í nettó tekjuávöxtun á upprunalegu fjárfestinguna (3,1 milljarður). Leigutekjur eru verðtryggðrar svo við eigum að bera þessa tekjuávöxtun saman við tekjurnar af verðtryggðu ríkisskuldabréfi en vextirnir á því eru um 1,9%. Fjárfestirinn fær því ca. 5,5-6,0% aukaávöxtun fyrir að taka þá áhættu sem fólgin er í að byggja og leigja út íbúðir frekar en að kaupa verðtryggð ríkisskuldabréf. Er þá horft framhjá allri aukaávöxtun sem fjárfestirinn fær í formi verðbreytinga á íbúðunum. Einnig verður að taka tillit til skatta en munið að lífeyrissjóðir borga ekki fjármagnstekjuskatt svo dæmin hér að ofan gilda í stórum dráttum í þeirra tilviki. Þá er vitanlega gert ráð fyrir að fjárfestingin sé 100% fjármögnuð með eigin fé, sem er nokkuð algengt hjá mörgum stofnanafjárfestum í Evrópu. Stórir fjárfestar geta byggt ódýrar íbúðir - að vissu marki Þetta dæmi sýnir að fjárfestar geta byggt „ódýrt húsnæði" ef það er hluti af stórum fjárfestingum þar sem restin af íbúðunum er leigð út á markaði. Þetta gengur upp því stórir fjárfestar hafa mikið fé til fjárfestinga sem þeir nota til að ná stærðarhagkvæmni. Litlir fjárfestar sem byggja 5-10 íbúðir í einu geta þetta varla því þeir ná ekki stærðarhagkvæmninni sem til þarf. Þá er mikilvægt að muna að ekki má neyða fjárfesta til að leigja út íbúðirnar á of lágu verði, þá verða þær einfaldlega ekki byggðar. Ef allar íbúðirnar í dæminu hér að ofan væru leigðar út á 25% afslætti væri nettó tekjuávöxtunin í kringum 5,6%. Margur fjárfestirinn myndi ekki vera tilbúinn til að fjárfesta í slíku því það væri ekki áhættunnar virði. Og þá endum við með engar nýjar íbúðir í stað 100 nýrra, þar af 20 fyrir tekjulága. Stórir fjárfestar geta þannig byggt íbúðir sem eru leigðar út á lágri leigu. En það eru takmörk fyrir slíku. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Húsnæðismál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í rit Sameykis, „Stærri leigumarkaður hjálpar tekjulágum“, benti ég á þá staðreynd að erfitt er að byggja „ódýrt húsnæði". Það sem gerist oftar er að nýjar fasteignir eru byggðar (eða eldri endurnýjaðar) og þar sem nýtt er dýrara en gamalt er nauðsynleg leiga til að gera slíkar fjárfestingar aðlaðandi hærri en á eldri fasteignum. Þess vegna er nær ómögulegt að byggja „ódýrt húsnæði" heldur er „dýrt húsnæði" byggt og þegar fólk flytur inn í þær fasteignir losna hinar eldri sem eru þá fríar fyrir tekjulægri til að leigja eða kaupa. Því kemur það á sama stað niður: það hjálpar tekjulágum að stækka leigumarkaðinn með nýjum íbúðum jafnvel þótt hinar nýju íbúðir séu ekki leigðar beint til tekjulágra. En þetta ferli tekur tíma og stundum hefur fólk ekki þolinmæðina í að láta þetta gerast. Það eru líka rök fyrir því að nýjar íbúðir og hverfi eigi að vera blönduð af fólki frá öllum hlutum samfélagsins, m.a. til að koma í veg fyrir gettó myndun. Blönduð hverfi og fasteignaþróunarverkefni eru þannig nokkuð algeng og virka vel, bæði samfélagslega og fjárhagslega. En hvernig er þá ódýrt húsnæði byggt? Svarið við því er einfalt: með því að blanda því saman við dýrt í nýjum fasteignaverkefnum. Það þýðir að dýrari hlutar fasteignaverkefna eru að „niðurgreiða" ódýrari hluta þeirra sem leigðir eru til tekjulágra. Þetta er samþykkt af fjárfestum því á heildina litið er áhættuleiðrétt ávöxtun slíkra verkefna góð, m.a. því það er nær alltaf hægt að leigja út hinar ódýru íbúðir sem skýtur stoðum undir stöðugleika tekjuávöxtunar (e. income return) af þeim. Og það er sérstaklega tekjuávöxtun sem stórir, langtíma fjárfestar á borð við líftryggingafélög og lífeyrissjóði eru á höttunum eftir. Persónulega hef ég t.d. unnið við fasteignafjárfestingu í Hollandi. Um var að ræða ríflega 100 íbúðir sem voru byggðar í þremur blokkum í suðaustur hluta Amsterdam á reit sem áður hafði verið bílaþvottastöð og plan. 20% af íbúðunum urðu að vera leigðar til tekjulágra, en það var skilyrði fyrir byggingarleyfinu sem gefið var út af borginni. Þetta hlutfall var ekki hærra því ef íbúðirnar sem verða að vera leigðar út til tekjulágra eru of margar minnkar ávöxtunin af verkefninu sem heild of mikið a.t.t. þeirrar áhættu sem fjárfestirinn tekur (t.d. vegna byggingarferlisins). Áhugi fjárfesta verður þá of lítill og í stað þess að byggja 80 íbúðir fyrir almennan leigumarkað og 20 íbúðir fyrir tekjulága verður ekkert byggt. Enginn græðir á slíku. Þess vegna geta kröfur um mikið magn af íbúðum fyrir tekjulága ekki verið of miklar. Íslenskt dæmi Við getum sett eitt slíkt dæmi upp fyrir Ísland. Ímyndum okkur að við ætlum að byggja 100 íbúðir sem eru 70 fermetrar. Samkvæmt Hannarr.com kostar um 31 milljón að byggja slíka íbúð ef hún er í 4-5 hæða fjölbýlishúsi (um 15% ódýrar á fermetra en að byggja parhús), samtals 3,1 milljarður í byggingarkostnað. Við leigjum þær allar út á markaði, svo þær fara á ca. 3.500kr á fermetrann (245þ.kr. á mánuði í leigu). Það gerir 294 milljónir á ári í leigutekjur eða 9,5% af fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður). Frá dregst ca. 15% af heildarleigutekjum í viðhald, umsjón og rekstrarkostnað og við endum með 8,0% í nettó tekjuávöxtun á upprunalegu fjárfestinguna (3,1 milljarður). Annað dæmi: nákvæmlega eins og hið fyrra nema núna leigjum við 20 íbúðir út á 25% afslætti (2.625 krónur á fermetrann; 184þ.kr. á mánuði). Byggingarkostnaður er hinn sami en leigutekjurnar eru nú 279,3 milljónir á ári eða 9,0% af fjárfestingarkostnaði. Viðhalds- og annar kostnaður er hinn sami og áður og við endum með 7,5% í nettó tekjuávöxtun á upprunalegu fjárfestinguna (3,1 milljarður). Leigutekjur eru verðtryggðrar svo við eigum að bera þessa tekjuávöxtun saman við tekjurnar af verðtryggðu ríkisskuldabréfi en vextirnir á því eru um 1,9%. Fjárfestirinn fær því ca. 5,5-6,0% aukaávöxtun fyrir að taka þá áhættu sem fólgin er í að byggja og leigja út íbúðir frekar en að kaupa verðtryggð ríkisskuldabréf. Er þá horft framhjá allri aukaávöxtun sem fjárfestirinn fær í formi verðbreytinga á íbúðunum. Einnig verður að taka tillit til skatta en munið að lífeyrissjóðir borga ekki fjármagnstekjuskatt svo dæmin hér að ofan gilda í stórum dráttum í þeirra tilviki. Þá er vitanlega gert ráð fyrir að fjárfestingin sé 100% fjármögnuð með eigin fé, sem er nokkuð algengt hjá mörgum stofnanafjárfestum í Evrópu. Stórir fjárfestar geta byggt ódýrar íbúðir - að vissu marki Þetta dæmi sýnir að fjárfestar geta byggt „ódýrt húsnæði" ef það er hluti af stórum fjárfestingum þar sem restin af íbúðunum er leigð út á markaði. Þetta gengur upp því stórir fjárfestar hafa mikið fé til fjárfestinga sem þeir nota til að ná stærðarhagkvæmni. Litlir fjárfestar sem byggja 5-10 íbúðir í einu geta þetta varla því þeir ná ekki stærðarhagkvæmninni sem til þarf. Þá er mikilvægt að muna að ekki má neyða fjárfesta til að leigja út íbúðirnar á of lágu verði, þá verða þær einfaldlega ekki byggðar. Ef allar íbúðirnar í dæminu hér að ofan væru leigðar út á 25% afslætti væri nettó tekjuávöxtunin í kringum 5,6%. Margur fjárfestirinn myndi ekki vera tilbúinn til að fjárfesta í slíku því það væri ekki áhættunnar virði. Og þá endum við með engar nýjar íbúðir í stað 100 nýrra, þar af 20 fyrir tekjulága. Stórir fjárfestar geta þannig byggt íbúðir sem eru leigðar út á lágri leigu. En það eru takmörk fyrir slíku. Höfundur er hagfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun