Litrófsgreiningin var gerð á andrúmslofti gasrisans WASP-39b sem er á braut um stjörnu sem svipar til sólarinnar okkar í um 700 ljósára fjarlægð. Með því að greina það hvaða áhrif andrúmsloft reikistjarna hefur á ljósgeisla sem fara í gegnum það má greina innihald andrúmsloftsins .
Meðal þess sem fannst í andrúmslofti gasrisans er koltvísýringur, kalín, vatn, brennisteinsdíoxíð og sódíum. Þá fundust skýr merki efnabreytinga vegna ljóss, sem er samkvæmt NASA ein af grunnstoðum lífs hér á jörðinni.
What else does the data tell us?
— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) November 22, 2022
First detection of sulfur dioxide in an exoplanet atmosphere
Concrete evidence of photochemistry (fundamental for life on Earth)
Its clouds may be broken up, not one uniform blanket
Clues to how the planet formed
Niðurstöðurnar þykja benda til þess að vel muni ganga að gera sambærilegar greiningar á andrúmslofti annarra fjarreikistjarna, eins og til að mynda í TRAPPIST-sólkerfinu.
Sjá einnig: Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni
Á vef NASA er haft eftir vísindamönnum sem komu að því að gera litrófsgreininguna að þeir hafi verið búnir að spá fyrir um hvaða efni þeir myndu sjá í andrúmslofti WASP-39b. Nákvæmni Webb hafi þó komið þeim á óvart og farið langt fram úr væntingum.
Það muni gera rannsóknir á öðrum fjarreikistjörnum mjög spennandi.