Leitin að hamingjunni Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Ég er 45 ára einstæð móðir sem er búin að vera að leita að hamingjunni síðastliðna mánuði. Ég er búin að vera frekar ötul í þessari leit því ég er staðráðin í því að snúa hlutum við. Ég nefnilega áttaði mig á því, mér til skelfingar, fyrir nokkrum mánuðum síðan, að allt mitt líf þá hef ég ekki verið sérstaklega hamingjusöm. Kannski er þetta bara grái fiðrungurinn, ef konur geta fengið svoleiðis eða bara tilvistarkreppa feitrar konu á fimmtugsaldri, en ekki ætlaði ég að leyfa mér að láta þetta mollast svona áfram. Svo ég fór í ræktina, gafst fljótt upp og fór í sund í staðinn. Þar er ég sko í félagsskap góðra að slást við gamla fólkið við að komast inn fyrst á morgnana. Ég hef daginn á því að synda á eftir gömlum köllum á baksundi, tautandi í hausnum á mér þegar ég er búin að ná að hringa þá, nei andskotinn Birna, ég ætla ekki að hangsa hérna, lifandi í ótta við að verða vitni að því að djásnið detti út úr buxunum. Ákveð svo að snúa við á miðri brautinni, því ég á eitthvað svo erfitt með að synda framhjá, sérstaklega þegar menn eru svona duglegir að dreifa svo vel úr sér á brautinni. Ég er samt eiginlega mesta hissa að ég nái að hringa nokkurn því það verður að viðurkennast að sundið mitt er óttalegt skjaldbökusund. Ég silast varla áfram og iðulega er það ég sem er fyrir öðrum. Það er til að mynda einn handleggjalangur maður sem er duglegur við að hringa mig með sínum fallegu strokum á skriðsundi. Ég veit ekki af hverju, en ég bíð alltaf eftir því að hann rétti út hendurnar og klappi mér á kollinum þegar hann syndir framhjá mér í sinni listfengni. Bara svo hann geti montað sig smá og hvatt mig áfram í leiðinni, svona Birna, svona, þú getur þetta, bara tíu ferðir í viðbót... Já það verður að segjast, eftirvæntingin eftir klappinu er eitthvað meiri uppörvandi hugsun en að sjá alltaf fyrir sér blessuðu sundlaugaverðina draga upp stærðarinnar spjót þegar þeir labba framhjá manni á bakkanum, bara svo þeir geti potað því í mann og kallað: „Hvað ertu að gera þarna fljótandi ofaní, þurfum við að gera eitthvað til að hjálpa þér, ertu aaalveg viss um að þú sért á lífi?“. Já hvað á maður eiginlega að gera annað í sundi en að leyfa heilanum að leika sér við að búa til skemmtilegar aðstæður og leyfa honum að vera í fullu samtali við sjálfan sig. Það er alls ekki líflaust að drífa sig bara af stað og skella sér í sund. Ég varð til að mynda fyrir þeirri ánægju um daginn að hlusta á tal tveggja hressra kvenna á áttræðisaldri. Kemur þá ekki upp úr annarri dömunni gullin setning sem ég bjóst bara alls ekki við að heyra upphátt úr þessari átt í almannarými. Eruð þið tilbúin, því ég var sko ekki tilbúin. Hér kemur setningin: „Já veistu, ef hann hefði dregið hann út og byrjað að sveifla honum um, þá hefði ég sko slegið hann utan undir...“ Sönn saga, sönn saga. Gleðin við að heyra svona perlur koma frá eldri konum hjálpar manni aldeilis í leit að hamingjunni og það gera endorfínin líka sem flæða um líkamann eftir hreyfinguna. En endorfínin og gleðin færa mér bara vellíðan, en ekki hamingju. Þetta er mikilvægt skref í áttinni að hamingjunni en er ekki nóg. Hamingja fyrir mér er bara miklu stærri, miklu meiri. Ég vil fá hamingjusprengju beint inn í hjartað. Og ég spyr, hvar í ósköpunum má hana finna? Kannski í fangi ástarinnar? Er það ekki eitthvað sem margir eru að leitast eftir? En ég er 45 ára, ég bara nenni ekki lengur neinum leikjum, eftirvæntingu og kvíða. Ég vil bara fá þetta í hendurnar svona eins og góðan skyndibita. Ef almættið vill að ég sé hamingjusöm í fangi ástarinnar þá verður það bara að gjöra svo vel að afhenda mér einstakling með gott hjarta sem er fær um að deila með mér lífi, gleði og sorgum. Og sem umfram allt hefur getu og vilja til að koma vel fram við mig, börn mín og fjölskyldu. Hljómar svo einfalt þegar maður setur þetta svona fram, en í alvöru þá þurfti ég eitt stykki „ego death“ til að að skilja þetta. Sem sagt að skilja það, að það sé ekki þess virði að eltast við aðstæður sem valda mér óhamingju. Í leit minni að hamingjunni þá var ég staðráðin að prófa „ego death“. Þið sem vitið ekki hvað „ego death“ er, þá er það lífsreynsla sem eykur skilnings manns á því hvað er mikilvægt í lífinu. Maður sér betur hvaða gildi, trú og viðmið maður vill halda í og hverju maður vill sleppa. Spurningar vakna hvort maður vill halda í einhverjar tengingar í lífinu eða gerast gúru í slopp, sönglandi möntrur alla daga. Auðveldara verður að skilja hvaða tengingar valda manni óhamingju og í kjölfarið verður mun léttara að taka ákvarðanir um að hætta að gefa óþarfa tengingum mikilvægi. Talan á vigtinni hættir að skipta máli sem og hrukkurnar, og maður hættir að finna til sektarkenndar þegar maður ákveður að setja öðru fólki mörk. Alls konar rugl skýrist út fyrir manni og það er svo margt sem maður fer að pæla í hvernig má bæta. Ég fór auðvitað erfiðu leiðina til að ná fram „ego death“. Hætti að horfa á sjónvarp og fór að stunda hugleiðslu á kvöldin. Ég dreymdi um kynnast góðum díler sem hefði einhverja vitneskju um sveppi til að stytta mér leiðina að takmarkinu, en ekkert varð úr því. Hver veit, kannski að ég eigi eftir að enda í svitatjaldi einhvers staðar undir jökli, japlandi á sveppum, því upplifunin af „ego death“ er hræðileg en er afskaplega ávanabindandi fjandi. Ég er búin að upplifa þetta 3var sinnum en er ekki enn búin að fá nóg. Svo er tilhugsunin um sveppina smá spennandi því upplifunin vegna þeirra á að vera sterkari en þessar veikburða hugleiðslutilraunir mínar. En ég bara veit ekki, ég veit ekki hvort ég hafi nægilega mikla löngun í að upplifa „ego death“ í yfirkeyrslu, að verða eins og grænmeti, starandi út í loftið í 2 klukkutíma yfir absúrdleika tilverunnar. Kannski bara að ég fresti þessu þar til ég er orðin 75 ára, komin inn á elliheimili og öllum stendur á sama. Þá er sko rétti tíminn til að redda sér díler. En eitt er ég farin að skilja á þessu brölti mínu. Þegar illa liggur við, þá eru það allar þessar tengingar sem við höfum við fólk og aðstæður, sem gera okkur óhamingjusöm. Sem færa okkur sorgir. Og það getur verið freistandi að loka okkur alveg af, loka fyrir allar tengingar og lifa kyrrlátu zen lífi. En tengingarnar færa okkur líka ást, vináttu og vonir og þær knýja fram allar breytingar í lífinu. Þær eru nauðsynlegar til að halda samfélaginu gangandi. Ætli þetta sé ekki allt spurning um að finna rétt jafnvægi við að leyfa ekki óþarfa tengingum að færa okkur óhamingjusemi og leyfa öðrum tengingum sem halda okkur á floti í lífinu, að blómstra. En eftir alla þessa egó pælingar, hefur öll þessi sjálfsvinna fært mér hamingjusemi? Ég veit ekki, alla vega ekki eins og ég sóttist eftir. Ég hef öðlast meira sjálfsöryggi, skilning og vellíðan. Eitthvað sem flestir myndu nú bara láta sér duga, en neibb ég get verið þrjósk. Ég ætlaði mér að upplifa hamingjusprengju og hamingjusprengja skal það vera. Og ég náði að finna hamingjuna annars staðar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram að skrifa því þetta er allt svolítið skrítið. Og fólk á það til að vera svo dómhart á skrítna hluti. En ég er smá kærulaus á kassalega skoðanir annarra eftir allar þessar egó pælingar. Og mamma ól mig rétt upp. Hún skipti öllum bingókúlunum jafnt á milli og skar niður Mars stykkin í búta eftir reglustikunni, svo enginn færi að rífast. Já, ef ég get einhverjum til góða deilt hamingju minni með, hversu skrítin sem leitin hefur verið, then lets go, lets go, lets go. En ég verð að skrifa um þá leit í annarri grein, því þessi grein er að verða alltof löng. Auk þess á sálin, fallega sálin bara skilið sína eigin grein. Takk fyrir mig að sinni og sólarkveðjur frá Tene, þar sem ég ætla að stofna bankareikning og færa alla mína sjóði yfir, bara til að stríða vínberinu honum Ásgeiri. Næst má hann vera sætari, breytast í rúsínu og bara banna lífeyrissjóðunum að taka út allan peninginn, í staðinn fyrir að skamma mig fyrir að njóta lífsins á Tene. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Heilsa Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára einstæð móðir sem er búin að vera að leita að hamingjunni síðastliðna mánuði. Ég er búin að vera frekar ötul í þessari leit því ég er staðráðin í því að snúa hlutum við. Ég nefnilega áttaði mig á því, mér til skelfingar, fyrir nokkrum mánuðum síðan, að allt mitt líf þá hef ég ekki verið sérstaklega hamingjusöm. Kannski er þetta bara grái fiðrungurinn, ef konur geta fengið svoleiðis eða bara tilvistarkreppa feitrar konu á fimmtugsaldri, en ekki ætlaði ég að leyfa mér að láta þetta mollast svona áfram. Svo ég fór í ræktina, gafst fljótt upp og fór í sund í staðinn. Þar er ég sko í félagsskap góðra að slást við gamla fólkið við að komast inn fyrst á morgnana. Ég hef daginn á því að synda á eftir gömlum köllum á baksundi, tautandi í hausnum á mér þegar ég er búin að ná að hringa þá, nei andskotinn Birna, ég ætla ekki að hangsa hérna, lifandi í ótta við að verða vitni að því að djásnið detti út úr buxunum. Ákveð svo að snúa við á miðri brautinni, því ég á eitthvað svo erfitt með að synda framhjá, sérstaklega þegar menn eru svona duglegir að dreifa svo vel úr sér á brautinni. Ég er samt eiginlega mesta hissa að ég nái að hringa nokkurn því það verður að viðurkennast að sundið mitt er óttalegt skjaldbökusund. Ég silast varla áfram og iðulega er það ég sem er fyrir öðrum. Það er til að mynda einn handleggjalangur maður sem er duglegur við að hringa mig með sínum fallegu strokum á skriðsundi. Ég veit ekki af hverju, en ég bíð alltaf eftir því að hann rétti út hendurnar og klappi mér á kollinum þegar hann syndir framhjá mér í sinni listfengni. Bara svo hann geti montað sig smá og hvatt mig áfram í leiðinni, svona Birna, svona, þú getur þetta, bara tíu ferðir í viðbót... Já það verður að segjast, eftirvæntingin eftir klappinu er eitthvað meiri uppörvandi hugsun en að sjá alltaf fyrir sér blessuðu sundlaugaverðina draga upp stærðarinnar spjót þegar þeir labba framhjá manni á bakkanum, bara svo þeir geti potað því í mann og kallað: „Hvað ertu að gera þarna fljótandi ofaní, þurfum við að gera eitthvað til að hjálpa þér, ertu aaalveg viss um að þú sért á lífi?“. Já hvað á maður eiginlega að gera annað í sundi en að leyfa heilanum að leika sér við að búa til skemmtilegar aðstæður og leyfa honum að vera í fullu samtali við sjálfan sig. Það er alls ekki líflaust að drífa sig bara af stað og skella sér í sund. Ég varð til að mynda fyrir þeirri ánægju um daginn að hlusta á tal tveggja hressra kvenna á áttræðisaldri. Kemur þá ekki upp úr annarri dömunni gullin setning sem ég bjóst bara alls ekki við að heyra upphátt úr þessari átt í almannarými. Eruð þið tilbúin, því ég var sko ekki tilbúin. Hér kemur setningin: „Já veistu, ef hann hefði dregið hann út og byrjað að sveifla honum um, þá hefði ég sko slegið hann utan undir...“ Sönn saga, sönn saga. Gleðin við að heyra svona perlur koma frá eldri konum hjálpar manni aldeilis í leit að hamingjunni og það gera endorfínin líka sem flæða um líkamann eftir hreyfinguna. En endorfínin og gleðin færa mér bara vellíðan, en ekki hamingju. Þetta er mikilvægt skref í áttinni að hamingjunni en er ekki nóg. Hamingja fyrir mér er bara miklu stærri, miklu meiri. Ég vil fá hamingjusprengju beint inn í hjartað. Og ég spyr, hvar í ósköpunum má hana finna? Kannski í fangi ástarinnar? Er það ekki eitthvað sem margir eru að leitast eftir? En ég er 45 ára, ég bara nenni ekki lengur neinum leikjum, eftirvæntingu og kvíða. Ég vil bara fá þetta í hendurnar svona eins og góðan skyndibita. Ef almættið vill að ég sé hamingjusöm í fangi ástarinnar þá verður það bara að gjöra svo vel að afhenda mér einstakling með gott hjarta sem er fær um að deila með mér lífi, gleði og sorgum. Og sem umfram allt hefur getu og vilja til að koma vel fram við mig, börn mín og fjölskyldu. Hljómar svo einfalt þegar maður setur þetta svona fram, en í alvöru þá þurfti ég eitt stykki „ego death“ til að að skilja þetta. Sem sagt að skilja það, að það sé ekki þess virði að eltast við aðstæður sem valda mér óhamingju. Í leit minni að hamingjunni þá var ég staðráðin að prófa „ego death“. Þið sem vitið ekki hvað „ego death“ er, þá er það lífsreynsla sem eykur skilnings manns á því hvað er mikilvægt í lífinu. Maður sér betur hvaða gildi, trú og viðmið maður vill halda í og hverju maður vill sleppa. Spurningar vakna hvort maður vill halda í einhverjar tengingar í lífinu eða gerast gúru í slopp, sönglandi möntrur alla daga. Auðveldara verður að skilja hvaða tengingar valda manni óhamingju og í kjölfarið verður mun léttara að taka ákvarðanir um að hætta að gefa óþarfa tengingum mikilvægi. Talan á vigtinni hættir að skipta máli sem og hrukkurnar, og maður hættir að finna til sektarkenndar þegar maður ákveður að setja öðru fólki mörk. Alls konar rugl skýrist út fyrir manni og það er svo margt sem maður fer að pæla í hvernig má bæta. Ég fór auðvitað erfiðu leiðina til að ná fram „ego death“. Hætti að horfa á sjónvarp og fór að stunda hugleiðslu á kvöldin. Ég dreymdi um kynnast góðum díler sem hefði einhverja vitneskju um sveppi til að stytta mér leiðina að takmarkinu, en ekkert varð úr því. Hver veit, kannski að ég eigi eftir að enda í svitatjaldi einhvers staðar undir jökli, japlandi á sveppum, því upplifunin af „ego death“ er hræðileg en er afskaplega ávanabindandi fjandi. Ég er búin að upplifa þetta 3var sinnum en er ekki enn búin að fá nóg. Svo er tilhugsunin um sveppina smá spennandi því upplifunin vegna þeirra á að vera sterkari en þessar veikburða hugleiðslutilraunir mínar. En ég bara veit ekki, ég veit ekki hvort ég hafi nægilega mikla löngun í að upplifa „ego death“ í yfirkeyrslu, að verða eins og grænmeti, starandi út í loftið í 2 klukkutíma yfir absúrdleika tilverunnar. Kannski bara að ég fresti þessu þar til ég er orðin 75 ára, komin inn á elliheimili og öllum stendur á sama. Þá er sko rétti tíminn til að redda sér díler. En eitt er ég farin að skilja á þessu brölti mínu. Þegar illa liggur við, þá eru það allar þessar tengingar sem við höfum við fólk og aðstæður, sem gera okkur óhamingjusöm. Sem færa okkur sorgir. Og það getur verið freistandi að loka okkur alveg af, loka fyrir allar tengingar og lifa kyrrlátu zen lífi. En tengingarnar færa okkur líka ást, vináttu og vonir og þær knýja fram allar breytingar í lífinu. Þær eru nauðsynlegar til að halda samfélaginu gangandi. Ætli þetta sé ekki allt spurning um að finna rétt jafnvægi við að leyfa ekki óþarfa tengingum að færa okkur óhamingjusemi og leyfa öðrum tengingum sem halda okkur á floti í lífinu, að blómstra. En eftir alla þessa egó pælingar, hefur öll þessi sjálfsvinna fært mér hamingjusemi? Ég veit ekki, alla vega ekki eins og ég sóttist eftir. Ég hef öðlast meira sjálfsöryggi, skilning og vellíðan. Eitthvað sem flestir myndu nú bara láta sér duga, en neibb ég get verið þrjósk. Ég ætlaði mér að upplifa hamingjusprengju og hamingjusprengja skal það vera. Og ég náði að finna hamingjuna annars staðar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram að skrifa því þetta er allt svolítið skrítið. Og fólk á það til að vera svo dómhart á skrítna hluti. En ég er smá kærulaus á kassalega skoðanir annarra eftir allar þessar egó pælingar. Og mamma ól mig rétt upp. Hún skipti öllum bingókúlunum jafnt á milli og skar niður Mars stykkin í búta eftir reglustikunni, svo enginn færi að rífast. Já, ef ég get einhverjum til góða deilt hamingju minni með, hversu skrítin sem leitin hefur verið, then lets go, lets go, lets go. En ég verð að skrifa um þá leit í annarri grein, því þessi grein er að verða alltof löng. Auk þess á sálin, fallega sálin bara skilið sína eigin grein. Takk fyrir mig að sinni og sólarkveðjur frá Tene, þar sem ég ætla að stofna bankareikning og færa alla mína sjóði yfir, bara til að stríða vínberinu honum Ásgeiri. Næst má hann vera sætari, breytast í rúsínu og bara banna lífeyrissjóðunum að taka út allan peninginn, í staðinn fyrir að skamma mig fyrir að njóta lífsins á Tene.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun