Harmar viðræðuslit Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47