Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 23:00 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01
Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17