Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2022 07:00 Anthony Johnson var neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi fyrir að bera regnbogalitina á leið sinni á leik Hollands og Katar. iSport Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira