Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:52 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Dagskráin er þétt í kjaraviðræðum í dagsins. vísir/samett mynd Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira