Orðum fylgir ábyrgð Sigrún Arnardóttir skrifar 1. desember 2022 08:01 Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun