Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2022 22:30 Sigríður Einarsdóttir lauk í dag 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Egill Aðalsteinsson Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels