Marokkó vann Kanada og F-riðilinn í leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 16:56 Hakim Ziyech fagnar marki sínu með liðsfélögunum en hann fékk það á silfurfati frá markverði Kanada. AP/Pavel Golovkin Þetta er í fyrsta sinn siðan 1986, eða í 36 ár, sem Marokkó kemst í útsláttarkeppnina á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Morokkó fékk mark á silfurfati í upphafi leiks og eftir það var á brattan að sækja hjá Kanadamönnum sem höfðu að engu að keppa í þessum leik. Hakim Ziyech skoraði fyrra markið hjá Marokkó eftir skelfilegt útspark Milan Borjan í marki Kanada strax á fjórðu mínútu en Youssef En-Nesyri skoraði annað markið eftir að hafa fengið geggjaða sendingu inn fyrir frá Achraf Hakimi. Marokkó virtist vera komið með þetta þegar liðið komst í 2-0 um miðjan fyrri hálfleik en eftir sjálfsmark kom Kanada aftur inn í leikinn voru Marokkómenn aldrei rólegir. Kanada var mjög nálægt því að jafna metin þegar fyrirliðinn skallaði í slá og niður á 71. mínútu en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Marokkó hélt hins vegar út og tryggði sér ekki aðeins sigur í leiknum heldur einnig sigur í riðlinum. Kanadamenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum og eru á heimleið eins og Belgar. Marokkó mætir liðinu í öðru sæti úr E-riðlinum en úrslitin þar ráðast ekki fyrr en í kvöld og þar geta öll fjögur liðin enn komist áfram. HM 2022 í Katar
Þetta er í fyrsta sinn siðan 1986, eða í 36 ár, sem Marokkó kemst í útsláttarkeppnina á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Morokkó fékk mark á silfurfati í upphafi leiks og eftir það var á brattan að sækja hjá Kanadamönnum sem höfðu að engu að keppa í þessum leik. Hakim Ziyech skoraði fyrra markið hjá Marokkó eftir skelfilegt útspark Milan Borjan í marki Kanada strax á fjórðu mínútu en Youssef En-Nesyri skoraði annað markið eftir að hafa fengið geggjaða sendingu inn fyrir frá Achraf Hakimi. Marokkó virtist vera komið með þetta þegar liðið komst í 2-0 um miðjan fyrri hálfleik en eftir sjálfsmark kom Kanada aftur inn í leikinn voru Marokkómenn aldrei rólegir. Kanada var mjög nálægt því að jafna metin þegar fyrirliðinn skallaði í slá og niður á 71. mínútu en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Marokkó hélt hins vegar út og tryggði sér ekki aðeins sigur í leiknum heldur einnig sigur í riðlinum. Kanadamenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum og eru á heimleið eins og Belgar. Marokkó mætir liðinu í öðru sæti úr E-riðlinum en úrslitin þar ráðast ekki fyrr en í kvöld og þar geta öll fjögur liðin enn komist áfram.