Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 07:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. RÚV sagði frá könnuninni í gærkvöldi, en samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr stærstur – fengi 24,1 prósent nú samanborið við 24,4 prósent í kosningunum 2021. Niðurstaða könnunar Gallups er í takti við könnun Maskínu í síðustu viku sem sýndi einnig stóraukið fylgi Samfylkingarinnar. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn héldu landsfundi sína í haust þar sem Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni af Loga Einarssyni. Í könnun Gallup mælast bæði Framsóknarmenn og Píratar með rúmlega 12 prósenta fylgi, en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með 7,5 prósenta fylgi, svipað og Viðreisn. Miðflokkurinn mælist með 5,6 prósenta fylgi, Sósíalistaflokkurinn 5,2 prósent og Flokkur fólksins 4,5 prósent. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn sextán þingmenn kjörna, Samfylkingin fimmtán, Framsókn og Píratar átta, Vinstri græn og Viðreisn fimm og Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn þrjá. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar um þrjú prósent milli kannana og er nú 46 prósent. Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
RÚV sagði frá könnuninni í gærkvöldi, en samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr stærstur – fengi 24,1 prósent nú samanborið við 24,4 prósent í kosningunum 2021. Niðurstaða könnunar Gallups er í takti við könnun Maskínu í síðustu viku sem sýndi einnig stóraukið fylgi Samfylkingarinnar. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn héldu landsfundi sína í haust þar sem Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni af Loga Einarssyni. Í könnun Gallup mælast bæði Framsóknarmenn og Píratar með rúmlega 12 prósenta fylgi, en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með 7,5 prósenta fylgi, svipað og Viðreisn. Miðflokkurinn mælist með 5,6 prósenta fylgi, Sósíalistaflokkurinn 5,2 prósent og Flokkur fólksins 4,5 prósent. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn sextán þingmenn kjörna, Samfylkingin fimmtán, Framsókn og Píratar átta, Vinstri græn og Viðreisn fimm og Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn þrjá. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar um þrjú prósent milli kannana og er nú 46 prósent.
Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01