Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 11:52 Hlynur Þór Agnarsson er aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins. Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands. Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands.
Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum