Á samráð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin? Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um íbúalýðræði fengið aukinn stuðning, eins og sjá má til dæmis í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þar sem bæði er hægt að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, og sömuleiðis að ákveðið hlutfall kjósenda geti lagt fram frumvarp til samþykktar á Alþingi. Í þingsköpum Alþingis segir “Nefnd getur við umfjöllun máls óskað skriflegra umsagna um það frá aðilum utan þings. Á sama hátt geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við nefnd. Sömuleiðis getur nefnd samþykkt að taka við gestum og hlýða á mál þeirra.” Með þessu ákvæði í þingsköpum er komið til móts við þá hugmynd að mikilvægt sé að fá álit einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja á þeim lögum sem verið er að setja eða breyta hverju sinni. Þó svo um valkvætt ákvæði sé að ræða er í flestum tilfellum hafður sá háttur á að frumvörp og þingsályktanir eru sendar út af nefndinni til umsagnaraðila. Úr þeim hópi eru síðan valdir ákveðnir aðilar sem nefndarmönnum gefst kostur á að spyrja nánar út í sína umsögn. Allt hljómar þetta gott og vel og utan frá lítur þetta út eins og virkilega sé hlustað á álit þeirra aðila sem hafa aðkomu að viðkomandi máli. Raunveruleikinn er hins vegar sá að hlustað er á fæstar þær athugasemdir sem berast, nema að þær bendi á þeim mun alvarlegri ágalla á málinu. Það er þó þannig að orðið er við nær öllum athugasemdum sem koma frá því ráðuneyti sem samdi frumvarpið, en oft uppgötva þau ágalla eða hluti sem betur mættu fara eftir að frumvarpinu er skilað inn til þingsins. Sem nýr þingmaður þá sit ég oft hissa á nefndarfundum þar sem lögmætar og góðar ábendingar koma fram hjá umsagnaraðila, en fulltrúar stjórnarmeirihlutans velja að hunsa þær ábendingar, greinilega af ótta við að styggja viðkomandi ráðherra. Í besta falli leiða þessar athugasemdir til þess að búinn er til texti í nefndaráliti þar sem áhyggjur eru nefndar, en hnýtt við setninguna að ekki sé talin þörf á að taka á þeirri athugasemd. Árið 1969 skrifaði Sherry nokkur Arnstein merka grein um hvernig efla mætti þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Hún flokkaði stig þátttökunnar niður í 8 stigvaxandi þrep sem að endanum leiddu til beins íbúalýðræðis í formi íbúavalds. Sé litið til skilgreiningar Arnstein þá má segja að samráð á Alþingi falli í besta lagi undir það sem hún skilgreindi sem málamyndaaðgerðir, en undir það féllu aðgerðir þar sem valdhafar viltu sýn fyrir íbúum með því að gefa það í skyn að hlustað væri á þau, en í raun væri allt slíkt einungis til málamynda og nær engar athugasemdir náðu að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Stigi Arnsteins úr mastersritgerð Ellu Kristínar Karlsdóttur, október 2008. Þess væri óskandi að fleiri alþingismenn legðu við hlustir þegar athugasemdir og umsagnir berast og sýndu það þor að gera breytingar til hins betra á þeim frumvörpum og þingsályktunum sem berast inn á þingið frá framkvæmdavaldinu. Óttinn við að fara gegn ráðleggingum embættismanna í ráðuneytum og þar með styggja ráðherra og skapa óróa í nú þegar brothættu ríkisstjórnarsamstarfinu virðist vera of mikill til þess að þingmenn þori að fylgja sannfæringu sinni. Ef ekki á að hlusta á athugasemdir, þá getum við allt eins sleppt því að óska eftir umsögnum og sparað þannig viðkomandi aðilum þá miklu vinnu sem fylgir því að skrifa og skila þeim inn fyrir þann mikla fjölda mála sem koma fyrir Alþingi. Þingmönnum ber skylda til að gera betur við lýðræðið og raddir fólksins. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin? Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um íbúalýðræði fengið aukinn stuðning, eins og sjá má til dæmis í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þar sem bæði er hægt að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, og sömuleiðis að ákveðið hlutfall kjósenda geti lagt fram frumvarp til samþykktar á Alþingi. Í þingsköpum Alþingis segir “Nefnd getur við umfjöllun máls óskað skriflegra umsagna um það frá aðilum utan þings. Á sama hátt geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við nefnd. Sömuleiðis getur nefnd samþykkt að taka við gestum og hlýða á mál þeirra.” Með þessu ákvæði í þingsköpum er komið til móts við þá hugmynd að mikilvægt sé að fá álit einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja á þeim lögum sem verið er að setja eða breyta hverju sinni. Þó svo um valkvætt ákvæði sé að ræða er í flestum tilfellum hafður sá háttur á að frumvörp og þingsályktanir eru sendar út af nefndinni til umsagnaraðila. Úr þeim hópi eru síðan valdir ákveðnir aðilar sem nefndarmönnum gefst kostur á að spyrja nánar út í sína umsögn. Allt hljómar þetta gott og vel og utan frá lítur þetta út eins og virkilega sé hlustað á álit þeirra aðila sem hafa aðkomu að viðkomandi máli. Raunveruleikinn er hins vegar sá að hlustað er á fæstar þær athugasemdir sem berast, nema að þær bendi á þeim mun alvarlegri ágalla á málinu. Það er þó þannig að orðið er við nær öllum athugasemdum sem koma frá því ráðuneyti sem samdi frumvarpið, en oft uppgötva þau ágalla eða hluti sem betur mættu fara eftir að frumvarpinu er skilað inn til þingsins. Sem nýr þingmaður þá sit ég oft hissa á nefndarfundum þar sem lögmætar og góðar ábendingar koma fram hjá umsagnaraðila, en fulltrúar stjórnarmeirihlutans velja að hunsa þær ábendingar, greinilega af ótta við að styggja viðkomandi ráðherra. Í besta falli leiða þessar athugasemdir til þess að búinn er til texti í nefndaráliti þar sem áhyggjur eru nefndar, en hnýtt við setninguna að ekki sé talin þörf á að taka á þeirri athugasemd. Árið 1969 skrifaði Sherry nokkur Arnstein merka grein um hvernig efla mætti þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Hún flokkaði stig þátttökunnar niður í 8 stigvaxandi þrep sem að endanum leiddu til beins íbúalýðræðis í formi íbúavalds. Sé litið til skilgreiningar Arnstein þá má segja að samráð á Alþingi falli í besta lagi undir það sem hún skilgreindi sem málamyndaaðgerðir, en undir það féllu aðgerðir þar sem valdhafar viltu sýn fyrir íbúum með því að gefa það í skyn að hlustað væri á þau, en í raun væri allt slíkt einungis til málamynda og nær engar athugasemdir náðu að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Stigi Arnsteins úr mastersritgerð Ellu Kristínar Karlsdóttur, október 2008. Þess væri óskandi að fleiri alþingismenn legðu við hlustir þegar athugasemdir og umsagnir berast og sýndu það þor að gera breytingar til hins betra á þeim frumvörpum og þingsályktunum sem berast inn á þingið frá framkvæmdavaldinu. Óttinn við að fara gegn ráðleggingum embættismanna í ráðuneytum og þar með styggja ráðherra og skapa óróa í nú þegar brothættu ríkisstjórnarsamstarfinu virðist vera of mikill til þess að þingmenn þori að fylgja sannfæringu sinni. Ef ekki á að hlusta á athugasemdir, þá getum við allt eins sleppt því að óska eftir umsögnum og sparað þannig viðkomandi aðilum þá miklu vinnu sem fylgir því að skrifa og skila þeim inn fyrir þann mikla fjölda mála sem koma fyrir Alþingi. Þingmönnum ber skylda til að gera betur við lýðræðið og raddir fólksins. Höfundur er þingmaður Pírata.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun