Húrra fyrir evrópskri kvikmyndagerð! Hrönn Marinósdóttir skrifar 5. desember 2022 15:01 Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun