Frá þessu greinir enska götublaðið Daily Mail og birtir myndir af leikmönnum Englands í hvítum búningum sem hafa þó orðið fyrir barðinu á því sem blaðið telur næsta öruggt að sé einfaldlega græn málning.
World Cup players complain of strange green stains amid reports that pitches in Qatar have been PAINTED https://t.co/LISrtN0IkZ
— MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2022
Hugmyndin er ekki ný af nálinni en þekkt er í golfi að vallarstarfsmenn máli flatir stærstu golfvallanna til að þær líti sem best út í sjónvarpi.
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, þvertekur fyrir að sú aðferð hafi verið notuð á völlunum í Katar. Sambandið viðurkennir þó að svæðin þar sem lið hita upp fyrir leiki hafi verið snyrt til og máluð.
Þó FIFA neiti því að vellirnir í heild sinni séu málaðir telja sumir leikmanna að það hljóti einfaldlega að vera raunin. Fátt annað geti útskýrt græna litinn á búningum þeirra.