Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2022 11:12 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44
Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05
Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15