Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 11:53 Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Það séu dagar sem fólk verji með fjölskyldu og ástvinum. Vísir/Vilhelm Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022 Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022
Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira