Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 11:53 Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Það séu dagar sem fólk verji með fjölskyldu og ástvinum. Vísir/Vilhelm Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022 Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022
Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir