Ákall um 300 milljóna lífsbjörg Tómas A. Tómasson skrifar 8. desember 2022 12:00 Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun