Hugleiðing um Kristna trú og menningu Árni Már Jensson skrifar 8. desember 2022 14:30 Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun