Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 19:38 Indverskir og kínverskir hermenn börðust með bareflum, hnefum og grjóti á föstudaginn. Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indland Kína Hernaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni
Indland Kína Hernaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira