Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 22:24 Beitir NK kom til Norðfjarðar um hálftvöleytið í dag með 1.240 tonn af loðnu. SVN/Hafþór Eiríksson Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20