„Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2022 23:30 Arnór Sigurðsson var frábær með Norrköping á nýafstaðinni leiktíð. Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson lék frábærlega með Norrköping á nýafstöðu tímabili í Svíþjóð. Hann kom á láni til félagsins frá CSKA Moskvu og hefur lítinn áhuga á að fara aftur til Moskvu eins og staðan er í dag. Arnór var meðal gesta í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á X-977. Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti