„Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2022 23:30 Arnór Sigurðsson var frábær með Norrköping á nýafstaðinni leiktíð. Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson lék frábærlega með Norrköping á nýafstöðu tímabili í Svíþjóð. Hann kom á láni til félagsins frá CSKA Moskvu og hefur lítinn áhuga á að fara aftur til Moskvu eins og staðan er í dag. Arnór var meðal gesta í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á X-977. Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira