Að rota jólin Eva María Jónsdóttir skrifar 24. desember 2022 08:00 Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Jól Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun