Enn meiðslin hjá Davis setja tímabil Lakers í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 09:46 Anthony Davis er meiddur og óttast er að hann spili ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, verður frá í ótilgreindan tíma. Óttast er að tímabil hans sé á enda og segja má að það endi tímabil Lakers í leiðinni. Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum. Körfubolti NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum.
Körfubolti NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik