Með ör fyrir lífstíð eftir að fá glas í andlitið á leik Man City og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 08:00 Ekki voru öll mætt til að skemmta sér yfir leik Man City og Liverpool í enska deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Unglingsstúlka hlaut höfuðáverka og ör fyrir lífstíð þegar plastglas fullt af smápeningum skall á andliti hennar á meðan Manchester City og Liverpool áttust við í enska deildarbikarnum. Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira