Innlent

Opið milli Markar­fljóts og Víkur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stefnt er að því að opna á þjóðveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Myndin er úr safni.
Stefnt er að því að opna á þjóðveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Búið er að opna á hringveginum milli Markarfljóts og Víkur. Enn er ófært austur frá Vík að Kirkjubæjarklaustri en stefnt er að opnun upp úr klukkan tvö í dag.

Vegurinn hefur verið lokaður síðan í gærmorgun, alla leið frá Markarfljóti að Kirkjubæjarklaustri. Vegagerðin hefur staðið í ströngu en erfiðlega gekk að moka í gær vegna skafrennings og ofankomu.

Hálka er á flestum vegum á Suðurlandi og enn er þungfært eða ófært á nokkrum leiðum.


Tengdar fréttir

Víð­tækar lokanir á Suður­landi

Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi.

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×